Rafrásir með perustæðum

Þetta verkefni gengur út á það að búa til einfalda rafrás með perustæðum og krókódílaklemmum.

Efni og áhöld

  • Aflgjafi
  • Perustæði og perur
  • Krókódílaklemmur

Það getur verið gaman að vera með önnur tæki eins og rafmagnsmótor til að tengja inn í rafrásina.

Framkvæmd

Stök pera

1

Stilltu aflgjafann á hentugt spennugildi.
Perurnar sem notaðar eru í þessum leiðbeiningum eru gerðar fyrir spennuna 4,5 V og strauminn 0,1 A.

2

Tengdu tvær krókódílaklemmur við sitt hvort skaut aflgjafans (+ og -).
Það er gott að hafa þær í ólíkum litum. Hefðin er að hafa rauðan í jákvæða pólnum (+ hliðinni) og svartan í þeim neikvæða (- hliðinni). Litirnir eru þó aðeins til að hjálpa til þegar kaplarnir eru orðnir margir. Á myndunum er t.a.m. notast við gulan og grænan.

3

Tengdu hinn enda krókódílaklemmanna við sitt hvort perutengið.
Nú ætti að kvikna ljós!

Hliðtengdar perur

1

Legðu annað perustæði til hliðar við það sem er tengt við rásina.
.

2

Tengdu perustæðin saman eins og á myndinni.
Nú ættiirðu að fá ljós á báðum perunum.

3

Tengdu nú fleiri perur við hlið hinna.
Hvernig breytist ljósmagnið eftir því sem þú bætir fleiri perum við?
Hvað segir þetta þá um strauminn sem flæðir um hverja peru? Hvað með strauminn sem rafhlaðan gefur frá sér?

Raðtengdar perur

1

Stilltu upp rafrás með einu perustæði eins og var í fyrsta hlutanum (stök pera).
.

2

Aftengdu aðra krókódílaklemmuna og tengdu við annað perustæði.
.

3

Tengdu perustæðin saman með þriðju krókódílaklemmunni.
Nú ættirðu að fá ljós.

4

Tengdu nú fleiri perur í röð.
Hvernig breytist ljósmagnið eftir því sem þú bætir fleiri perum við?
Ljósmagnið er í réttu hlutfalli við rafstrauminn. Hvað segir þetta þá um strauminn sem flæðir um rásina eftir því sem þú bætir fleiri perum við?

Hvað er í gangi?

Ítarefni

Sýndartilraunir frá PhET: