Rafsjá

Þetta verkefni gengur út á það að búa til rafsjá til að kanna rafhleðslur.

Efni og áhöld

  • Glerkrukka (betra að hún sé stærri en minni)
  • Pappi eða þykkur pappír
  • Penni eða blýantur
  • Skæri
  • Málmvír (t.d. koparvír úr einsþátta rafmagnsvír)
  • Vírklippur
  • Álpappír
  • Dúkahnífur til að afeinangra málmvírinn

Valkvæmt

  • Í stað pappans má einnig nota glerkrukkulokið (sjá ábendingar að neðan framkvæmdalýsingarinnar).

Framkvæmd

1

Klipptu út hring úr pappanum svo hann passi yfir opið á glerkrukkunni.
Hér er einfaldast að strika eftir krukkuopinu. Hafðu pappahringinn frekar of stóran en of lítinn enda auðveldara að minnka hann en stækka.

2

Klipptu bút af koparvír
Búturinn þarf að vera nógu langur til að ná um hálfa leið niður í krukkuna og mynda lítið „loftnet“ fyrir ofan lokið.

3

Afeinangraðu enda vírsins og búðu til krók á annan endann.
Fjarlægðu einangrunina af öðrum enda koparvírsins (eða báðum; sjá ábendingarhlutann hér að neðan) með því að rista í hana með hníf allan hringinn og draga einangrunina af.

4

Stingdu króknum í gegnum pappalokið þannig að krókurinn geti hangið rétt ofan við miðju glerkrúsarinnar.
Ef gatið er of vítt er hægt að festa krókinn svo hann detti ekki niður með því að vefja límbandi eða kennaratyggjói utan um vírinn ofan loksins, eða beygla vírinn þannig að hann myndi „T“ eða „+“.

5

Klipptu tvo álpappírsrenninga
Þeir munu hanga neðan í koparvírnum en mega ekki vera svo langir að þeir geti rekist í hliðar glerkrukkunnar. Lögun þeirra skiptir ekki öllu, en aflangir ferhyrningar er ágætis byrjunarform.

6

Nuddaðu plasthlutinn með klút til að rafhlaða hann og berðu hann svo upp að enda koparvírsins.

Ábendingar

  • Það má líka einfaldlega nota lokið af glerkrukkunni ef það er til. Þá þarf bara að berja gat í gegnum það fyrir vírinn með al/sýl eða nagla.
  • Rafsjána má gera aðeins næmari með því að stækka leiðandi yfirborðið, annað hvort með því að nota lengri vír, eða afeinangra efri hluta vírsins og leggja álpappírskúlu ofan á hann.

Hvað er í gangi?

Ítarefni

Sýndartilraunir frá PhET:

  • John Travolt sýnir núningsröfun og hvernig afhleðslan getur gefið okkur rafstraum þegar við snertum ó- eða öfugt hlaðinn hlut.
  • Blöðrur og rafhleðslur sýnir hvernig hleðslur færast af einum hlut á annan við núningsröfun og hvernig skautun óhlaðinna hluta (eins og veggja) getur valdið því að hlaðnir hlutir festist við þá.
  • Hleðslur og svið sýnir rafsvið í kringum hlaðnar eindir. Hér er hægt að raða saman nokkrum hlöðnum eindum og skoða rafsviðið og spennuna í kringum þær.

Óþýddar sýndartilraunir sem virka ekki í snjalltækjum: