Svarthol

Fyrstu tilraunir til að búa til myndir af svartholum

Myndina hér að ofan gerði Jean-Pierre Luminet árið 1978. Hann reiknaði út leiðir ljósgeisla frá þunnri aðsópsskífu í kringum svarthol sem var að snúast og teiknaði svo myndina hér að ofan í höndunum út frá niðurstöðum útreikninganna.

Næstu áratugi þurfti fólk að gera sér að góðu myndir listafólks af svartholum. Það breyttist þó árið 2014 þegar bíómyndin Interstellar kom út. Fólkið sem sá um að tölvuteikna geimumhverfið hafði samband við stjarneðlisfræðinginn Kip Thorne, og fékk hann til liðs við sig við að útbúa ormagöng og síðar svarthol. Það þurfti að skrifa nýjan hugbúnað og keyra hann á öflugum vélbúnaði en útkoman var mögnuð. Reyndar er Gargantua, svartholið í bíómyndinni, aðeins stílfærð útgáfa af raunverulega líkaninu, en ber þó helstu einkenni „raunverulegs“ svarthols.

Event Horizon

Að líkja eftir svartholi í tölvu er eitt en að taka mynd af því er annað. Fyrir það fyrsta eru risasvarthol, þrátt fyrir að vera risa-stór miðað við fyrirbæri í sólkerfinu, alls ekki nógu stór til að vera sjáanleg þeim sjónaukum sem við höfðum búið til ... þar til Event Horizon Telescope verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2009. Risasvarthol er að finna í miðjum flestra vetrarbrauta svo valið stóð milli þess að horfa á risasvarthol vetrarbrautarinnar okkar í gegnum allt rykið gasið sem er á milli okkar og miðju Vetrarbratarinnar, eða risasvarthols í miðju nálægrar vetrarbrautar sem sæist betur (þrátt fyrir að vera mun fjær).

Svartholið í miðju M87, risasporvölubrautar í stjörnumerkinu Meyjunni, varð fyrir valinu. Útkoman, á tíu ára afmæli verkefnisins, var þessi fegurð hér að neðan:

Myndin er nokkuð móðukennd, enda álíka og að standa á Íslandi og taka mynd af afar fínu sandkorni í Kaupmannahöfn, og í raun alveg ótrúlegt að þetta hafi verið hægt yfir höfuð!

src: EHT Collaboration et. al.,2019

Svona verkefni er ekki á færi neins einstaklings heldur þurfti risastóran hóp samhentra einstaklinga og tók það í heildinda 10 ár að koma því á koppinn. Verkefnið er enn í gangi og verður áhugavert að sjá næstu myndir frá þessu öfluga tæki.

Mælingarnar fylltu 960 harða diska.[A] Gagnamagnið var svo mikið að það var ekki hægt að senda það um Internetið, heldur fljótlegra að flytja hörðu diskana með flugvélum, lestum, og bílum.[B]

Ítarefni

Heimildir og myndefni