Fréttir úr starfi Vísindasmiðjunnar

Kennarasmiðjur í ágúst 2020

5. jún 2020.

Í lok sumars býður Vísindasmiðja Háskóla Íslands upp á fjórar kennarasmiðjur á undirbúningsdögum fyrir skólasetningu. Að þessu sinni verða fjórar smiðjur í boði og verða þær með upplýsingatækni- og eðlisfræðiþema.

Heimsóknum skólahópa og viðburðum frestað fram á haust

21. apr 2020.

Vegna þeirra takmarkana sem settar verða á samskipti næstu vikur og mánuði vegna COVID-19-faraldursins sjáum við okkur því miður ekki fært að taka á móti skólahópum í Vísindasmiðjunni það sem eftir er af þessu skólaári.

Heimatilraunir

28. mar 2020.

Við í Vísindasmiðjunni höfum verið iðin við að ígrunda hvað við getum gert til að koma til móts við skólahópa og aðra gesti sem við venjulega værum að taka á móti. Við erum með nokkur járn í eldinum en ætlum að byrja á því að setja saman stutt myndbönd með heimatilraunum:...

Viðhald á veirutímum

23. mar 2020.

Vísindasmiðjan lokaði dyrum fyrir gestum þegar samkomubann var sett á í tengslum við Covid-19 faraldurinn.

Guðrún Höskuldsdóttir tekur þátt í dagskrá með Nóbelsverðlaunahöfum

12. mar 2020.

Guðrún Höskuldsdóttir, leiðbeinandi í Vísindasmiðjunni hefur verið valin úr stórum hópi ungra vísindamanna víða um heim til þess að sækja vikulanga dagskrá með hátt í 70 Nóbelsverðlaunahöfum í Þýskalandi í sumar.

Vísindaleikir í vetrarfríi

6. mar 2020.

Vísindasmiðjan tók á ný þátt í Vísindaleikjum í vetrarfríi; dagskrá fyrir börn starfsfólks Háskóla Íslands í vetrarfríinu. Viðburðurinn var með hefðbundnu sniði.

Háskóladagurinn 2020

2. mar 2020.

Háskóladagurinn árið 2020 var haldinn hlaupársdaginn 29. febrúar og opnuðu þá háskólar landsins dyr sínar og sýndu hvað þeir eru með á boðstólum fyrir áhugsamt fólk sem hyggur á háskólanám.

Vísindasmiðjan í Hörpu í fimmta sinn

24. feb 2020.

Á laugardaginn var Vísindasmiðjan í fimmta sinn með viðburð í Hörpu sem hluta af samstarfsverkefni styrktu af Barnamenningarsjóði. Í þetta sinn var áhersla á vinnusmiðjur.

Legoforritunarsmiðja fyrir foreldra

12. feb 2020.

Í UTmessu-vikunni buðu Vísindasmiðjan og Háskóli Íslands upp á vinnusmiðju fyrir foreldra í forritun LEGO Mindstorms þjarka sem notaðir eru í Legokeppni grunnskólanna (First Lego League).

Vísindasmiðjan í Hörpu í fjórða sinn

27. jan 2020.

Í fyrra fékk Vísindasmiðjan styrk úr Barnamenningarsjóði til að setja upp vísindasýningar í samstarfi við Hörpu veturinn 2019-20.

Farsælt samstarf Verkfræðingafélagsins og Vísindasmiðjunnar

8. jan 2020.

Samstarfssamningur Verkfræðingafélags Íslands og Vísindasmiðjunnar var endurnýjaður þriðja árið í röð af Svönu Helen Björnsdóttur, formanni VFÍ og Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ.

Hátíðarkveðja

18. des 2019.

Árið 2019 hefur svo sannarlega verið viðburðarríkt hjá Vísindasmiðju Háskóla Íslands.

Síðasti hópur ársins 2019

16. des 2019.

Nú er Vísindasmiðjan komin í stutta hvíld yfir hátíðinar. Við tókum á móti síðasta hópi fyrir áramót á fimmtudaginn í síðustu viku en það voru hressir nemendur nemendur úr Melaskóla.

Tækjaforritunarsmiðja á Akureyri

12. nov 2019.

Laugardaginn 9.nóv hélt starfsfólk Vísindasmiðjunnar til Akureyrar og bauð börnum félagsfólks Verkfræðingafélags Íslands upp á micro:bit tækjaforritunarsmiðju.

Vísindaleikir í vetrarfríi haustið 2019

28. okt 2019.

Undanfarin ár hefur Háskóli Íslands boðið börnum starfsfólks upp á afþreyingu í vetrarfríum og hefur Vísindamiðjan tekið þátt í því frá upphafi.

Vísindasmiðjan hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun

2. okt 2019.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir vísindamiðlun sem afhent var við opnun Vísindavöku Rannís laugardaginn 28. september 2019.

Vísindasmiðjan í Hörpu - vinnusmiðjur

23. sep 2019.

Vísindasmiðjan var nú um helgina að öðru sinni í vetur með viðburð í Hörpu. Í þetta sinn bauð Vísindasmiðjan upp á vinnusmiðjur fyrir alla fjölskylduna þar sem áherslan var m.a. á að tengja saman vísindi og listir með margvíslegum hætti.

Fjölskyldudagur Verkfræðingafélagsins

4. sep 2019.

Verkfræðingafélag Íslands, styrktar- og samstarfsaðili Vísindasmiðjunnar, bauð félagsmönnum sínum sem og öllum gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í sannkallaða vísindaveislu sunnudaginn 1.september.

Vísindasmiðjan í Hörpu á Menningarnótt

11. ágú 2019.

Á Menningarnótt opnar Vísindasmiðja Háskóla Íslands farandsmiðju í Hörpu, miðstöð menningar og mannlífs. Á komandi mánuðum verður farandsmiðjan fastur liður í nýrri Barnamenningardagskrá Hörpu og stendur smiðjan gestum á öllum aldri til boða þeim að kostnaðarlausu.

Vísindaveisla Alþjóðadeildar Landakotsskóla

20. maí 2019.

Mánudaginn 20. maí héldu nemendur úr Alþjóðadeild Landakotsskóla sannkallaða Vísindaveislu eða "Science Fair" í anddyri Háskólabíós þar sem þau kynntu margvísleg og spennandi rannsóknarverkefni sín.