Fréttir úr starfi Vísindasmiðjunnar

Síðasti hópur ársins 2019

16. des 2019.

Nú er Vísindasmiðjan komin í stutta hvíld yfir hátíðinar. Við tókum á móti síðasta hópi fyrir áramót á fimmtudaginn í síðustu viku en það voru hressir nemendur nemendur úr Melaskóla.

Tækjaforritunarsmiðja á Akureyri

12. nov 2019.

Laugardaginn 9.nóv hélt starfsfólk Vísindasmiðjunnar til Akureyrar og bauð börnum félagsfólks Verkfræðingafélags Íslands upp á micro:bit tækjaforritunarsmiðju.

Vísindaleikir í vetrarfríi haustið 2019

28. okt 2019.

Undanfarin ár hefur Háskóli Íslands boðið börnum starfsfólks upp á afþreyingu í vetrarfríum og hefur Vísindamiðjan tekið þátt í því frá upphafi.

Vísindasmiðjan hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun

2. okt 2019.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir vísindamiðlun sem afhent var við opnun Vísindavöku Rannís laugardaginn 28. september 2019.

Vísindasmiðjan í Hörpu - vinnusmiðjur

23. sep 2019.

Vísindasmiðjan var nú um helgina að öðru sinni í vetur með viðburð í Hörpu. Í þetta sinn bauð Vísindasmiðjan upp á vinnusmiðjur fyrir alla fjölskylduna þar sem áherslan var m.a. á að tengja saman vísindi og listir með margvíslegum hætti.

Fjölskyldudagur Verkfræðingafélagsins

4. sep 2019.

Verkfræðingafélag Íslands, styrktar- og samstarfsaðili Vísindasmiðjunnar, bauð félagsmönnum sínum sem og öllum gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í sannkallaða vísindaveislu sunnudaginn 1.september.

Vísindasmiðjan í Hörpu á Menningarnótt

11. ágú 2019.

Á Menningarnótt opnar Vísindasmiðja Háskóla Íslands farandsmiðju í Hörpu, miðstöð menningar og mannlífs. Á komandi mánuðum verður farandsmiðjan fastur liður í nýrri Barnamenningardagskrá Hörpu og stendur smiðjan gestum á öllum aldri til boða þeim að kostnaðarlausu.

Vísindaveisla Alþjóðadeildar Landakotsskóla

20. maí 2019.

Mánudaginn 20. maí héldu nemendur úr Alþjóðadeild Landakotsskóla sannkallaða Vísindaveislu eða "Science Fair" í anddyri Háskólabíós þar sem þau kynntu margvísleg og spennandi rannsóknarverkefni sín.

Vinnusmiðja fyrir Félag raungreinakennara

28. mar 2019.

Laugardaginn 23.mars hélt Vísindasmiðjan vinnusmiðju í líkanagerð og mælingum fyrir kennara á framhaldsskólastigi í samvinnu við Félag raungreinakennara.

Forritunarsmiðja fyrir börn félagsmanna VFÍ

20. mar 2019.

Sunnudaginn 17.mars hélt Vísindasmiðjan forritunarsmiðju fyrir börn félagsmanna Verkfræðingafélagsins sem er einn helsti samstarfsaðili Vísindasmiðjunnar.

Hvað höfum við gert?

11. mar 2019.

Á sunnudag hóf göngu sína ný íslensk þáttaröð um loftslagsmál og þá vá sem náttúrunni steðjar af mannkyninu. Okkar eini sanni stjörnu Sævar Helgi, vísindamiðlari Vísindasmiðjunnar, leiðir áhorfendur í allan sannleikann um stöðuna í loftslagsmálum.

Opið hús á Háskóladeginum 2019

6. mar 2019.

Nóg var um að vera í Háskóla Íslands á Háskóladaginn 2019. Opið var fyrir gesti gangandi í Vísindasmiðjunni í Háskólabíó. Einnig var Sprengjugengið með sýningu og Vísindabíó í gangi.

Vísindaleikir í vetrarfríi

27. feb 2019.

Í tilefni vetrarfrís grunnskólanna bauð Vísindasmiðjan upp á spennandi verkefni fyrir börn starfsmanna Háskóla Íslands.

Vísindasmiðjan á UT-messu í Hörpu

13. feb 2019.

Margt var um manninn og fjör á UT-messunni í Hörpu laugardaginn 9.febrúar. Vísindasmiðjan mætti þar ásamt félögum sínum í Háskóla Íslands og tóku yfir Silfurberg með ýmsan fróðleik og upplifanir fyrir gesti og gangandi.

 

Febrúarsmiðjur fyrir kennara

15. jan 2019.

Nú í febrúar verða tvær vinnusmiðjur fyrir kennara:

Gleðilega hátíð og farsælt komandi vísindaár!

24. des 2018.

Á haustönn tókum við á móti fjöldanum öllum af skólahópum og héldum kennaranámskeið, en einnig kynntust gestir og gangandi tækjum og tólum Vísindasmiðjunnar á ýmsum opnum viðburðum sem Vísindasmiðj

Opið hús á Legókeppninni 2018

12. nov 2018.

Opið hús var í Vísindasmiðjunni  í tilefni af úrslitakeppni Lego forritunarkeppninnar á Íslandi.

Vísindamaður dagsins - Ari Ólafsson

24. okt 2018.

Okkar eini sanni Ari Ólafsson, forstöðumaður Vísindasmiðjunnar, er vísindamaður dagsins 24.október 2018 á Vísindavefnum.
 

Vísindaleikir í vetrarfríi

22. okt 2018.

Í tilefni vetrarfrís grunnskólanna bauð Vísindasmiðjan upp á spennandi verkefni fyrir börn starfsmanna Háskóla Íslands.

Auðvitað! Þess vegna er himininn blár

24. sep 2018.

Viðtal við Ara Ólafsson hjá Vísindasmiðjunni birtist á baksíðu Morgunblaðsins þann 22.september s