Scratch stýrt með skynjurum

Í þriðja hluta tengduð þið rofa við GPIO pinna og lásuð af rofanum til að stýra ljósum með Scratch forriti. Nú ætlum við að skoða nokkra skynjara sem virka á sambærilegan hátt.

Hreyfiskynjari

Hreyfiskynjarinn er með þrjú tengi sem eru merkt með: VCC, OUT og GND. Þau eru tengd hér með rauðum, gulum og grænum, tilsvarandi.

Á myndinni er rauði vírinn tengdur í VCC og hinn þarf að tengja við 5V tengið í GPIO pinnaröðinni.

Græni vírinn er tengdur við GND sem er stytting á „ground“, enska orðinu fyrir jörð. Hinn endann þarf því að tengja við neikvæðan (mínus) GPIO pinna (eða neikvæða (mínus) braut á brauðborðinu.

Guli vírinn er tengdur við OUT og hann á að tengjast í númeraða GPIO pinnann sem við ætlum svo að lesa af.

Á myndinni er það gert með því að tengja gula og bláa vírinn í einhverja röð á brauðbrettinu og hinn enda bláa vírsins í GPIO pinna 17.

Þið getið auðvitað valið einhvern annan GPIO pinna ef númer 17 er ekki laus (eða ef ykkur langar bara að prufa einhvern annan). Passið bara að laga þá forritið í samræmi við það.

Það er lesið eins af hreyfiskynjaranum og af hnappi. Við spurjum hvort pinninn sem tengdur er við OUT á hreyfiskynjaranum gefur okkur háa eða lága spennu (jákvæða eða neikvæða). Í stefjunni hér á myndinni er það pinni 17 og pinni 4 er tengdur ljóstvisti sem stefjan kveikir og slekkur á eftir því hvort þrýst er á hnappinn eða honum sleppt.

hreyfiskynjarinn er þannig gerður að hann gefur frá sér spennu (það samsvarar jákvæðu/háu merki) ef hann skynjar hreyfingu. Eftir stutta stund án þess að skynja neitt gefur hann frá sér núll-spennu (það samsvarar neikvæðu/lágu merki).

 

Nú kviknar á ljóstvistinum ef skynjarinn nemur hreyfingu!

 

Ljósviðnám