Ýmiss konar nálgun með Google Maps

Google Maps og Google Earth eru ákaflega þægileg tæki og hentug í jarðfræði- og landfræðikennslu. Krakkar þekkja yfirleitt kort, sérstaklega flöt kort af jörðinni, og þess vegna skilja þeir yfirleitt strax umhverfið sem Google Maps býður upp á.

Helsti styrkur Google Maps liggur í tveimur atriðum. Fyrst má nefna „gervihnattar“- eða „Earth“-sýnina (það er lítill en mikilvægur munur á þessu tvennu, sem verður útskýrður hér að neðan) af Google Maps, sem er ein hentugasta og greinarbesta leiðin til að kynna fyrir krökkum uppbyggingu jarðar og jarðfræðifyrirbæri eins og jarðskorpufleka, fellingarfjöll og heita reiti, án þess að þurfa að fara út í flóknar jarðfræðiskýringar. Seinna atriðið er munurinn á „korta“-sýn og „gervihnattar“/„Earth“-sýn, sem er mjög notadrjúgur til að kynna hugtök í náttúrulandfræði og kortafræði. Hér að neðan verður drepið á þessum atriðum.

Google Maps – „korta-sýn“ („map view“)

Á Mynd 1 sjáum við upphafsútgáfuna af Google Maps, sem er „korta-sýn“. Kortin henta vel í venjulega kennslu í landfræði heimsins, en ég nota þau sjálfur aðallega til viðmiðunar þar sem „gervihnattar-sýnin“ hentar betur í jarðfræðikennslu. 

Mynd 1: Google Maps

Helsti styrkurinn liggur í hnappinum niðri í vinstra horninu, þar sem stendur „Earth“. Þegar smellt er á þennan hnapp fæst upp mynd af jörðinni eins og hún sést utan úr geim, hnöttóttri með skýjahulu. Þessi útgáfa er ákaflega skemmtileg en oft hentar betur að notast við flata mynd af jörðinni, sem kallast „gervihnattar-sýn“ í Google Maps. Með „gervihnattar-sýn“ hverfur skýjahulan og skipting yfir í „korta-sýn“ verður greinilegri.

Til að fá hina flötu „gervihnattar-sýn“ þarf að nota „léttútgáfu“ af Google Maps. Hægt er að nálgast hana með því að fara á google.com/maps/?force=lite en þá breytist hnappurinn í neðra vinstra horninu úr „Earth“ yfir í „gervihnöttur“. Strengurinn „?force=lite“ segir Google að við viljum nota „léttútgáfuna“ en auðvelt er að skipta yfir í fulla útgáfu aftur með því að smella á eldinguna niðri í hægra horninu, við hliðina á plús/mínus tökkunum, sem þysja út og inn.

Mynd 2: Google Maps „gervihnattar-sýn“

Í „gervihnattar-sýn“ fæst mjög góð sýn á ýmsa drætti í byggingu jarðarinnar og jarðskorpunnar. Þessi sýn hentar einkar vel til að kenna um landslag á hafsbotninum, en krakkar þekkja það yfirleitt ekki vel. Á Mynd 2 sýnir sama hluta jarðar og Mynd 1, en nú í „gervihnattar-sýn“.

Hér má nefna fyrirbæri eins og meginlandsgrunn Skandinavíu og Bretlandseyja. Milli Íslands og Færeyja sést hinn grunni Íslands-Færeyjar-hryggur, og norður af Færeyjum er forn gliðnunar-hryggur, sem sést sem mjög greinilegar línur á hafsbotninum.

Mynd 3: Google Maps „gervihnattar-sýn“ af Evrasíu

Á Mynd 3 er víðari sýn af Evrasíu og Atlantshafinu. Um mitt Atlantshafið liggur Atlantshafshryggurinn, þar sem ný jarðskorpa myndast í flekareki á flekaskilum. Í Asíu sjást fyrirbæri eins og Himlajafjöllin, þar sem flekaskil liggja milli Indlands- og Evarsíu-flekanna.

Mynds 4: Google Maps "Satellite view" of the Pacific Ocean

Mynd 4 sýnir aftur „gervihnattar-sýn“ en nú af Kyrrahafinu, þar sem Kyrrahafseldhringurinn sést vel sem þykk, svört lína meðfram meginlöndunum og Eyjaálfu. Þetta eru upptakasvæði mestu jarðskjálfta á jörðinni.

Fjarlægðarmælingar, munurinn á flötu korti og hnetti

Ein nýjasta viðbótin við Google Maps er möguleikinn á að mæla fjarlægðir á kortum. Þetta er aðeins mögulegt í „fullri útgáfu“, svo það þarf að skipta úr „léttri útgáfu“ til að virkja möguleikann. Þegar það hefur verið gert er einfalt að hæri-smella hvar sem er á kortið og velja „mæla vegalengd“.

Mynd 5: Vegalengd mæld á flötu korti

Á Mynd 5 er sýnd fjarlægðin milli Tartu í Eistlandi og Chicago í Bandaríkjunum. Eins og sést greinilega er bein lína milli tveggja staða á Jörðinni sveigð lína á flötu korti. Með því hins vegar að skipta beint úr þessari „korta-sýn“ yfir í „Earth-sýn“ án þess að hreifa við línunni á milli Tartu og Chicago, sést vel hvernig sveigða línan á flata kortinu er bein lína á hnettinum, eins og sést á Mynd 6. Þetta er ákaflega góð aðferð til að kenna um muninn á milli korta og hvernig flöt kort skekkja yfirborð jarðar og gefa í raun ranga mynd af því.

Mynd 6: Fjarlægð mæld á hnetti