Lífsglaðir litir

Mjólk er um margt merkilegur vökvi. Hér sýnir Vala okkur skemmtilega tilraun sem blandar saman sköpunargleði og forvitni svo úr verður litfögur rannsókn.

Efni og áhöld

Í þessa tilraun þarf:

  • Mjólks
  • Matarlit
  • Uppþvottalög (á fljótandi eða föstu formi)
  • Disk eða skál
  • Eyrnapinna (valkvæmt; það má líka bara nota puttana)

Framkvæmd

  1. Helltu þunnu lagi af mjólk á disk eða í skál.
  2. Láttu nokkra dropa af matarlit í mjólkina.
  3. Dýfðu eyrnapinna (eða öðru álíka verkfæri; eða bara putta) með smá uppþvottalegi í mjólkina nálægt matarlitnum.

Prófaðu svo að breyta:

  1. Dreifingu á litnum.
  2. Dýpt á mjólkinni.
  3. Stærð disksins.
  4. Gerð sápunnar (uppþvottalögur/uppþvottaduft/þvottaefni/handsápa).

Hvað er að gerast?

Mjólk er aðallega úr vatni með fitudropum sem blandast ekki við vatnið. Vatn hefur mjög háa yfirborðsspennu svo ef við látum matarlit út í flest hann takmarkað út. Uppþvottalögurinn leysir upp fitudropana og lækkar yfirborðsspennu mjólkurinnar sem veldur því að uppleysta sápu-fitu blandan (og matarliturinn) flest út eftir yfirborði vökvans. Þetta gerist án matarlitsins en hann sýnir mun betur hvað er að gerast.