Þetta verkefni gengur út á það að búa til rafsjá til að kanna rafhleðslur.
Efni og áhöld
- Glerkrukka
- Pappi eða þykkur pappír
- Málmvír (t.d. koparvír úr einsþátta rafmagnsvír)
- Álpappír
- Skæri
- Vírklippur
- Afeinangrari eða dúkahnífur til að afeinangra málmvírinn
- Penni eða blýantur
Framkvæmd
Klipptu út hring úr pappanum svo hann passi yfir opið á glerkrukkunni.
Búðu til krók sem stendur niður í gegnum nýja pappalokið.
Fjarlægðu einangrunina af koparvírnum og klipptu bút af honum. Búturinn þarf að vera nógu langur til að ná um hálfa leið niður í krukkuna og mynda lítið „loftnet“ fyrir ofan lokið.


Stingdu króknum í gegnum pappalokið og festu þannig að krókurinn geti hangið rétt ofan við miðju glerkrúsarinnar.
Hægt er að festa krókinn með því að beygla hann í hring svo hann detti ekki niður, eða með því að vefja
Klipptu tvo álpappírsrenninga, gataðu þá á öðrum endanum með koparvírnum og hengdu þá samsíða á krókinn.



Búðu til kúlu úr álpappír til að setja ofan á enda koparvírsins.
Nuddaðu plasthlutinn með klút til að rafhlaða hann og berðu hann svo upp að enda koparvírsins.



Hvað er í gangi?
Ítarefni
Sýndartilraunir frá PhET:
- John Travolt sýnir núningsröfun og hvernig afhleðslan getur gefið okkur rafstraum þegar við snertum ó- eða öfugt hlaðinn hlut.
- Blöðrur og rafhleðslur sýnir hvernig hleðslur færast af einum hlut á annan við núningsröfun og hvernig skautun óhlaðinna hluta (eins og veggja) getur valdið því að hlaðnir hlutir festist við þá.
- Hleðslur og svið sýnir rafsvið í kringum hlaðnar eindir. Hér er hægt að raða saman nokkrum hlöðnum eindum og skoða rafsviðið og spennuna í kringum þær.
Óþýddar sýndartilraunir sem virka ekki í snjalltækjum:
- Rafsviðshokkí Þraut þar sem koma á rafhlaðinni eind í mark framhjá fyrirstöðum með því að stilla upp rafhleðslum.
- Rafsvið, rafsvið, herm þú mér! Hermir eftir hegðun rafhlaðinna einda í rafsviði.