Geislarakning: linsur

Uppsetning

Verkefnahugmyndir

Könnun: Ljósbrot

Skoða ljósbrot í gegnum plastkubbinn. Hver er munurinn á upphaflega geislanum og þeim sem kemur út úr plastkubbinum?

Leggið linsurnar niður og láta ljósgeislana dansa um hlutina. Getið þið lýst leið ljóssins? Finnið gegnsæja hluti í umhverfinu og prufið að varpa geislunum í gegnum þá.

Mæling: Brennivídd linsa

Finnið brennivídd safnlinsunnar. Finnið brennivídd dreifilinsunnar. Metið brennivídd gleraugna ef þið hafið aðgang að þeim. Brennivíddin (í einingunni meter) er í öfugu hlutfalli við styrkleika glerauganna.

Meira: Finna fleiri linsur (gleraugu, vatnslgös, o.fl.) og kanna hvort þau séu með vel skilgreinda brennipunkta (það er ekki algilt).

Mæling: Ljósbrot

Stillið hálfsívalningslinsunni upp á miðju gráðubogans þannig að flata hlið hans liggi eftir miðlínunni á milli 90° merkjanna (þá er 0° þvert á flötinn). Látið einn ljósgeisla falla á miðju flata hlutans úr mismunandi áttum og skoðið hvert útfallshornið er. Er það stærra eða minna en innfallshornið? Látið svo ljósgeislann falla inn um ávala hluta linsunnar þannig að geislinn fari þvert á hann inn að miðju flata hlutans að innan. Breytið svo innfallshorninu. Er það stærra eða minna en innfallshornið?

Tengd verkefni utan Ljósakassans

Könnun: Ljósbrot í sívalningslaga linsum

Sívalningslaga glasi er stillt upp fyrir framan lóðrétt ritaðan texta (t.d. MAMMA og PABBI) eða örvar sem benda upp og til vinstri, og vatni hellt í. Fyrirbærin eru skoðuð í gegnum vatnsglasið og kannað hvernig myndin hefur breyst. Og þá af hverju?!

Vinnusmiðja: Ljósbrot í sívalningslaga linsum

Sama og að ofan, en nemendur eiga að búa til orðapör sem víxlast eða ekki í linsunni. Hvaða stafir hafa lóðréttar spegilsamhverfur og haða stafir hafa láréttar?