Ljóskastararnir: Litablöndun ljóss

Uppsetning

Þetta verkefni virkar best ef það er unnið í nokkuð góðu myrkri.

Verkefnahugmyndir

Skoðun: Litablöndun

Blandið saman ljósinu frá ljóskösturunum þremur með því að varpa því á hvítan flöt. Hvaða ljós fást þegar tvö og tvö ljós blandast? Hvað með ef öll þrjú blandast saman?

* Athugun á litasamblöndu. Kösturum er varpað upp á vegg og skuggar skoðaðir. Kastarar færðir til til að breyta styrk hvers lits fyrir sig. Litir utan þeirra stöðluðu sex (RGB+CYM) blandaðir eftir pöntun (t.d. appelsínugulur).

Skoðun: Endurkast

Varpið núna ljósunum þremur á litríka hluti. Takið svo eitt eða tvö ljós í burtu. Lýsið því hvernig litirnir breytast.

* Litaðir hlutir skoðaðir í mismunandi ljósi (rauður flötur virðist svartur ef ekkert rautt ljós er til staðar, appelsínugulur, bleikur, o.fl. breyta mikið um lit).

Vinnusmiðja: Búa til listaverk

Málið listaverk og skoðið það í mismunandi lituðu ljósi.

* Mynd máluð með frumlitum (CYM/rauður, gulur, blár). Þess þarf að gæta að litir flúrljómi ekki.
* Flúrljómandi litir skoðaðir (t.d. gul öryggisvesti í bláu ljósi).

Tengd verkefni utan Ljósakassans

Flúrljómun frá svartljósi (e. blacklight).