Geislarakning: speglar

Uppsetning

Verkefnahugmyndir

Könnun: Staðsetning spegilmyndar

Stillið upp spegli í miðju gráðubogans og litlum hlut (t.a.m. borðleikmanni eins og er í geislarakningarsettinu) beint fyrir framan miðju spegilsins. Finnið hvar spegilmyndin er með því að stilla upp öðrum samskonar hlut fyrir aftan spegilinn svo þeir virðist báðir vera á sama stað hvort sem horft er í spegilinn eða framhjá honum.

Mæling: Staðsetning spegilmyndar

Stilltu upp hlut fyrir framan spegil og finndu hvar spegilmyndin virðist vera með því að stilla samskonar hlut upp aftan við spegilinn og horfa ýmist í eða framhjá speglinum. Hvar er staðsetning spegilmyndarinnar miðað við fyrirmyndina?

Mæling: Speglunarlögmálið

Sannreyna speglunarlögmálið með því að mæla inn- og útfallshorn.

Mæling: Brennivídd spegla

Finnið brennivídd holspegilsins. Finnið brennivídd kúpta spegilsins.

Meira: Hver er brennivídd planspegils?