Geislarakning: speglar

Setja linsur og spegla niður og láta ljósgeislana dansa um hlutina. Finnið gegnsæja hluti í umhverfinu og prufið að varpa geislunum í gegnum þá.

Stillið upp spegli í miðju gráðubogans og litlum hlut (t.a.m. borðleikmanni eins og er í geislarakningarsettinu) beint fyrir framan miðju spegilsins. Finnið hvar spegilmyndin er með því að stilla upp öðrum samskonar hlut fyrir aftan spegilinn svo þeir virðist báðir vera á sama stað hvort sem horft er í spegilinn eða framhjá honum.

Sannreyna speglunarlögmálið með því að mæla inn- og útfallshorn.

Skoða ljósbrot í gegnum plastkubbinn. Hver er munurinn á upphaflega geislanum og þeim sem kemur út úr plastkubbinum?

Finnið brennivídd safnlinsunnar. Finnið brennivídd dreifilinsunnar. Metið brennivídd gleraugna ef þið hafið aðgang að þeim. Brennivíddin (í einingunni meter) er í öfugu hlutfalli við styrkleika glerauganna.

Stillið hálfsívalningslinsunni upp á miðju gráðubogans þannig að flata hlið hans liggi eftir miðlínunni á milli 90° merkjanna (þá er 0° þvert á flötinn). Látið einn ljósgeisla falla á miðju flata hlutans úr mismunandi áttum og skoðið hvert útfallshornið er. Er það stærra eða minna en innfallshornið? Látið svo ljósgeislann falla inn um ávala hluta linsunnar þannig að geislinn fari þvert á hann inn að miðju flata hlutans að innan. Breytið svo innfallshorninu. Er það stærra eða minna en innfallshornið?

Tryggja að þetta sé með:

* Athuganir á ljósbroti í strendingnum og safn- og dreifilinsum. Samanburður við önnur dæmi um ljósbrot í umhverfinu: Ljósbrot í gegnum yfirborð vatns, ljósbrot í sívalningslaga vatnsglasi (með vatni).
* Athuganir á speglun í planspeglum. Staðsetning spegilmyndar (hvar hún virðist vera staðsett handan spegilplansins) miðað við frummyndina (það sem nemandi sér speglast), og samanburður á innfalls- og útfallshorni.
* Mælingar á brennivíddum holspegils, kúpts spegils, og safn- og dreifilinsu.