GPIO forritun með Scratch

Í þessu verkefni munið þið tengja ljóstvist (LED peru) við Raspberry Pi tölvu með tengivírum og brauðbretti. Fyrstu tvö verkefnin ganga út á það að forrita ljóstvista: Fyrst er rafrás með ljóstvist tengd við tölvuna og svo er tölvan forrituð til að stýra ljósunum.

Næstu verkefnin tengja hnapp og skynjara við tölvuna svo hún geti brugðist við umhverfinu.