Skynjarar

Í þessu verkefni lesum við af skynjurum með micro:bit tölvunni.

Tækjabúnaður

  • Tölvu með USB tengi
  • USB kapal með Micro-USB tengi (sem passar í Microbit tölvuna)
  • Microbit tölvu

Hér að neðan verður farið yfir nokkra ólíka skynjara en þetta snertir þó ekki nema yfirborðið á þeim fjölda ólíkra skynjara sem til er, og er meira til þess að koma byrjendum af stað en að vera einhver endastöð.

  • MonkMakes Sensor Board
  • Rakaskynjara
  • Hreyfiskynjara/PIR skynjara
  • Úthljóðs-fjarlægðaskynjara

Framkvæmd

Innbyggðri skynjarar

Í "Inntak" flokknum er hægt að sækja gildi úr nokkrum skynjurum.

Ljósnemi

Ljóstvistar (LED perur) geta ekki bara gefið ljós þegar straumur er sendur í gegnum þá, heldur gefa þær frá sér straum þegar ljós fellur á þá. Ljóstvisturinn í miðju skjásins á framhlið micro:bit-sins er útbúinn þannig að það er hægt að lesa þennan straum og þar með meta birtustigið.

Hitastig örgjörvans

Þyngdarhröðunin

Stefna segulsviðs

Hljóðskynjari (micro:bit V2)

Skynjarar gerðir fyrir micro:bit

Hljóðskynjari (MonkMakes)

Ljósskynjari (MonkMakes)

Hitastigskynjari (MonkMakes)

Almennir skynjarar sem má nota með micro:bit

Rakaskynjari

Fjarlægðarskynjari

Hreyfiskynjari

Oft eru svokallaðir PIR (Pyroelectric InfraRed) skynjarar notaðir sem hreyfiskynjarar. Þeir byggja á því að þeir nema innrautt ljós (t.a.m. hitageislun) svo þeir virka líka í myrkri og gefa merki ef þeir mæla breytingu í birtustigi. Margir PIR nemar þurfa 5 V spennu og því virka þeir ekki með micro:bit tölvunni sem gefur bara 3,3 V. Það þarf því að skoða hvaða spennu neminn þarf og mögulega bæta við öðrum aflgjafa.

Á heimasíðu micro:bit eru leiðbeiningar fyrir það hvernig eigi að tengja og forrita einfaldan 3,3 V PIR nema.

Adafruit er svo með ítarlegri upplýsingar um virkni PIR nema og leiðbeiningar að því hvernig tengja megi hann við ljóstvist (sem getur verið góð leið til að kanna hvort neminn sé að virka sem skyldi).

Ítarefni