Microbit tækjaforritun

Í þessum verkefnum tengjið þið ljóstvista, mótora og rafliða við Microbit tölvu og forrita hana til að stýra tækjunum og taka við merkjum.

Ef þú ert að stíga þín fyrstu skref með micro:bit tölvunum mælum við með kennsluefninu á vef ritilsins. Fyrir þau sem vilja bara stutta uppryfjun er yfrlit yfir nokkrar grunnskipanir hér að neðan.

Sum verkefnanna sem lýst er hér að neðan þarfnast einhvers aukabúnaðar til að tengja við micro:bit-inn þinn. Sem dæmi má nefna ljóstvista (LED-perur), krókódílaklemmur, koparrenninga, og servo-mótora. Nánara yfirlit yfir það má sjá á þessari tillögu að innkaupalista fyrir gerver/sköpunarsmiðjur (e. makerspace).