Kveikt á ljóstvisti

Smelltu á myndina hér að ofan fyrir útprentanlegt A5 skjal með leiðbeiningunum.

Í þessu verkefni tengjum við ljóstvist við micro:bit tölvu og stýrum því hvernig kviknar og slokknar á honum.

Þú þarft:

  • Tölvu með USB tengi
  • USB kapal með Micro-USB tengi (sem passar í Microbit tölvuna)
  • Microbit tölvu
  • Krókódílatengi eða Dupont tengivíra
  • Viðnám með gildi á milli ??? og 330 Ω

Valkvæmt:

  • Brauðborð

Framkvæmd

Tengja kapla. Stutti endi perunnar snýr að jörð (GND) og langi að pinnanum sem stýrir perunni (hér: 0). Skiptir ekki máli hvoru megin viðnámið er en ágætt að setja það við jörðina ef markmiðið er að tengja fleiri perur því þá er hægt að nota samnýta viðnámið fyrir þær allar.