Kveikt á ljóstvisti

Í þessu verkefni tengjum við ljóstvist við micro:bit tölvu og stýrum því hvernig kviknar og slokknar á honum.

Tækjabúnaður

  • Tölvu með USB tengi
  • USB kapal með Micro-USB tengi (sem passar í Microbit tölvuna)
  • Microbit tölvu
  • Krókódílatengi
  • Viðnám með gildi yfir 220 Ω (Við höfum notað 300 og 330 Ω)

Valkvæmt:

  • Rafhlaða eða orkubanki. Það er hægt að knýja micro:bit tölvuna af USB kaplinum, tengdum við tölvuna sem forritað er á, en hana má líka tengja við orkubanka, eða jafnvel rafhlöðupakka með tveimur 1,5 V rafhlöðum (t.d. AA eða AAA) sem tengjast þá í JST tengið.

Framkvæmd

1

Tengdu ljóstvistinn og viðnámið eins og á myndinni hér að neðan.
Passaðu að lengri fótur ljóstvistsins sé tengdur við pinna P0 og sá stutti í gegnum viðnámið að jörðinni (merkt GND). Straumurinn flæðir frá P0 að GND en ljóstvisturinn hleypir bara straum aðra áttina í gegnum sig. Ef hann snýr öfugt kviknar ekki á honum.
Strangt til tekið skiptir ekki máli hvoru megin ljóstvistsins viðnámið er, en það er ágætt að setja það jarðarmegin því þá er auðveldara að samnýta viðnámið með fleiri

2

Raðaðu saman forritnu eins og í annarri myndinni hér að neðan.
Þú finnur rauðu púslin í „Pinnar“ flokknum sem birtist þegar smellt er á „Krefjandi“, neðst í listanum yfir flokkana.
Athugaðu að í „stafrænt skrifa“ púslinu merkir „0“ að það sé slökkt á pinnanum og „1“ að það sé kveikt. Þetta er nátengt því hvernig 0 og 1 er notað af tölvum en þú hefur kannski heyrt að tölvur tali í 1 og 0.

3

Tengdu micro:bit tölvuna við tölvuna sem þú ert að skrifa forritið á og hladdu því niður á micro:bit-ann.
Ef þú þarft að rifja upp hvernig það er gert geturðu rennt í gegnum þessar leiðbeiningar.

Næstu skref

Það er auðvelt að bæta við fleiri ljóstvistum. Ef þú vilt hafa fleiri ljóstvista sem er líka stýrt af P0 geturðu hliðtengt þeim eins og á myndinni hér að neðan.

Ef þú vilt láta annan pinna til að stýra annarri peru tengirðu t.d. P1 við langa enda næsta ljóstvists og þann stutta við viðnámið. ATH SANNREYNA AÐ SAMNÝTING VIÐNÁMS LEIÐI EKKI TIL VANDRÆÐA Í JAÐARTILFELLUM.

Ljóstvistunum má líka stýra með atburðum. Þannig er hægt að kveikja eða slökkva á þeim með því að þrýsta á takkana, hrista eða halla micro:bit-anum, eða með snertirofa eða öðrum skynjara.

Ítarefni

Smelltu á myndina hér að ofan fyrir útprentanlegt A5 skjal með leiðbeiningunum.

Stutt leiðbeiningarspjald í A5 stærð er að finna með því að smella á myndina hér til hliðar.

Aðrar leiðbeiningar

Það er til talsvert af leiðbeiningum og verkefnum fyrir micro:bit tölvur á netinu. Á íslensku má þar nefna þetta verkefni frá Hansi Rúnari Snorrasyni:

Viðnámin

Í verkefninu hér að ofan er ekki notað viðnám. Samkvæmt upplýsingum frá micro:bit þarf að vera viðnám raðtengt við ljóstvista þar sem micro:bit pinnarnir eru ekki gefnir út fyrir að þola meiri straum en 5 mA. Pinnarnir geta gefið allt að 3,3 V spennu og ljóstvistarnir taka allt frá 2,2 V sem gefur að viðnámið þarf að geta haldið spennufalli undir 1,1 V þannig að straumur fari ekki yfir 0,005 A. Það gefur 1,1 V / 0,005 A= 220 Ω.

Hins vegar þekkjum við engar fréttir af micro:bit tölvum sem hafa skemmst eða skaddast við þetta svo það kann að vera að þetta sé óþarflega mikil varúðarráðstöfun.