Snerting skynjuð

Í þessu verkefni látum við micro:bit tölvuna greina hvenær tengt er á milli tveggja leiðara, t.d. með rofa.

Tækjabúnaður

  • Tölvu með USB tengi
  • USB kapal með Micro-USB tengi (sem passar í Microbit tölvuna)
  • Microbit tölvu
  • Krókódílatengi

Valkvæmt:

  • Koparrenninga
  • Álpappír
  • Blýant
  • Pappír, pappa, eða annað efni til að föndra rofa úr

Framkvæmd

1

Tengdu krókódílaklemmur í pinna P0, P1, P2 og jörð (GND) eins og á myndinni hér að neðan.
Hinn enda krókódílaklemmunnar geturðu fest við einhvern leiðara eins og álpappír eða koparrenning.

2

Raðaðu saman forritnu eins og í annarri myndinni hér að neðan.
Þú finnur bleiku púslin í „Inntak“ flokknum.

3

Tengdu micro:bit tölvuna við tölvuna sem þú ert að skrifa forritið á og hladdu því niður á micro:bit-ann.
Ef þú þarft að rifja upp hvernig það er gert geturðu rennt í gegnum þessar leiðbeiningar.

4

Snertu nú enda enda P0 krókódílaklemmunnar með GND krókódílaklemmunni.
Micro:bit tölvan á að sýna myndina sem P0 atburðakubburinn ræsti. Með því að snerta hina endana færðu hina myndina eða hreinsar skjáinn.

Næstu skref

Micro:bit-inn er mjög næmur og hann þarf bara að skynja agnarlítinn straum sem flæðir frá pinnunum til jarðar. Því er hægt að skynja hvort manneskja hafi snert báða endana. Prófaðu senerta málmhluta tveggja krókódílaklemma (t.d. þá í P0 og GND). Það virkar í flestum tilvikum nema ef húð viðkomandi er heldur þurr.

Þetta má nota til að skynja hvenær þrýst er á rofa (t.d. samskonar og eru á micro:bit tölvunni eða stórir spilakassarofar). Eins má búa til sína eigin rofa með því að útbúa snertur og festa þær við eitthvað sem hreyfist. Það mætti t.a.m. nota til að skynja hvort hurð sé opin eða lokuð með því að staðsetja leiðara á hurð annars vegar og stafi, vegg eða gólf hins vegar.

Micro:bit V2 getur ennfremur skynjað snertingu á pinnum P0, P1, og P2 án þess að jörð sé snert. Þá þarf að stilla pinnana á rýmdarstillingu.