Skautunarsíur: Skautun ljóss

Uppsetning

Síur lagðar á borð. Gæta þess að rispa þær ekki of mikið. Það er hægt að smíða ramma í kringum síurnar til að verja þær.

Verkefnahugmyndir

Skoðun: Ljósstyrkur

Krossa tvær skautunarsíur. Setja þriðju síuna á milli tveggja sía sem eru krossaðar.

* Ljós skoðað í gegnum tvær síur sem snúið er hvor á aðra.

Skoðun: Skautun speglunar

Skoða umhverfið með einni skautunarsíu og snúa henni. Skoða sérstaklega speglandi fleti.

* Speglun skoðuð í gegnum eina síu sem snúið er.

Skoðun: Tvíbrot

Setja tvíbrjótandi efni á milli síanna (límband, plast, ...). Búa til listaverk úr slíku.

* Glært plast (allt frá páskaeggjaplastpokum til byggingaplasts) lagt á milli skautunarsía sem snúið er annars vegar samsíða og hins vegar þvert á hvor aðra.

Vinnusmiðja: Búa til listaverk

* Glært valsað límband (þetta klassíska) lagt á plastþynnu (t.d. plexigler) og skoðað með því að leggja á milli skautunarsía. Föndursmiðja þar sem listaverk eru gerð með því að framkalla liti með misþykkum stöflum límbands sem snúa samsíða eða ólíkt.

Tengd verkefni utan Ljósakassans

Silfurberg, sólgleraugu, 3D bíógleraugu.

Til kennara

Það er hægt að fá áfyllingu á skautunarsíurnar.