Servo-mótor stýrt

Í þessu verkefni látum við micro:bit tölvuna stýra svokölluðum servo mótor.

Tækjabúnaður

  • Tölvu með USB tengi
  • USB kapal með Micro-USB tengi (sem passar í Microbit tölvuna)
  • Microbit tölvu
  • Servo mótor
  • Tengivíra á milli microbit tölvunnar og mótorsins (fer eftir aðferð)

Tengivírar og tengibretti

Það eru margar leiðir til að tengja servo-mótorinn við micro:bit tölvuna. Servo mótorinn er með þrjá víra: jörð (GND), afl (rauði vírinn), og svo merkið. Flestir servo mótorar þurfa meira afl en micro:bit tölvan getur gefið og því getur þurft að tengja mótorinn sérstaklega við aflgjafa.

Innbyggða servomótorpúslið.Ef mótorinn þinn þarf svo lítið afl að micro:bit tölvan getur sinnt því geturðu tengt hana beint við mótorinn og notað „mótor“ púslið í „Pinnar“ flokknum til að stilla stefnu mótorsins með tölugildi á milli 0 og 180. Þegar þú dregur mótor púslið fram sérðu á hermunarmyndinni til vinstri við púslflokkana hvernig þú tengir servo-mótorinn. Hér er gott að hafa:

  • Þrjá tengivíra með krókódílaklemmu öðru megin og 0.1" Dupont kk-tengi hinumegin.

4tronix servomótorpúslið.Ef mótorinn þinn þarf meira afl er afar hentugt að nota eitthvert fjölmargra tengibretta sem búin hafa verið til fyrir einmitt þetta vandamál. Í leiðbeiningunum hér fyrir neðan notum við 4tronix servo:bit brettið. Tengibrettið er svo knúið með annað hvort micro-USB tengi eða aflgjafa sem tengdur er með vírum í skrúftengi. Við mælum með því að knýja þetta með USB snúru úr litlum orkubanka, tölvu eða venjulegu 5V hleðslutæki.

Tengibrettið er með handhægum tengipinnum svo það þarf ekki fleiri tengivíra með því.

Önnur gagnleg:

Framkvæmd

1

Stingdu micro:bit tölvunni í raufina á servo:bit tengibrettinu.
Gættu þess að micro:bit-inn snúi rétt: Skjárinn á að vísa að hliðinn sem er nær eins og á myndinni að neðan.

2

Stingdu servo-mótor í eina af þriggja pinna röðunum fyrir aftan micro:bit tölvuna.
Passaðu að snúa tenginu rétt. Brúni vírinn á að vera í dálknum sem merktur er G (fyrir „ground“) og sá appelsínuguli í dálknum sem merktur S (fyrir „signal“). Fylgstu með hvaða númer er við pinnaröðina sem þú tengir mótorinn í. Það skiptir máli í skrefi 4 þegar þú setur upp skipanapúslin.

3

Sæktu servo:bit viðbótina.
Smelltu á „Viðbætur“ neðst í listanum sem fellur niður þegar þú smellir á „Krefjandi“ neðst í púslflokkalistanum. Sláðu þar inn „ServoBit“ og veldu viðeigandi valkost. Nú bætist við nýr flokkur, „ServoBit“ (appelsínugulur) rétt ofan við „Krefjandi“ hnappinn.

4

Raðaðu saman forritnu eins og á myndinni hér að ofan.
Gættu þess að númer mótorsins í servo-púslinu (fyrri talan) passi við röð pinnanna á servo:bit brettinu sem mótorinn var tengdur við í skrefi 2.
Hornið getur verið hvaða tala sem er á milli -90° og 90°.
 

5

Tengdu micro:bit tölvuna við tölvuna sem þú ert að skrifa forritið á og hladdu því niður á micro:bit-ann.
Ef þú þarft að rifja upp hvernig það er gert geturðu rennt í gegnum þessar leiðbeiningar.

6

Tengdu servo:bit brettið við aflgjafa og kveiktu á því.
Þetta getur verið t.a.m. orkubanki en þú getur einnig notað micro-USB tengið sem þú notaðir til að forrita micro:bit-ann, tekið það úr sambandi við micro:bit tölvuna og stungið í samsvarandi tengi á servo:bit brettinu.
Rofinn til að kveikja á brettinu er á hlið brettisins. Það getur verið afar(!) hentugt að slökkva á rofanum til að minnka hávaðann í mótorunum meðan þú ert að vinna í verkefninu þínu.

Algeng villuleit

Það eru ýmis tengivandamál sem auðvelt er að yfirsjást. Hér eru nokkur sem ágætt er að fara yfir ef servo mótorarnir hreyfast ekki rétt:

Er kveikt á aflgjafanum?

Er kveikt á servo:bit brettinu?

Er mótorinn tengdur rétt?

Er púslið að stýra réttu mótortengi?

Smelltu á myndina hér að ofan fyrir útprentanlegt A5 skjal með leiðbeiningunum fyrir 4tronix servo:bit.

Ítarefni

Stutt leiðbeiningarspjald í A5 stærð er að finna með því að smella á myndirnar hér til hliðar.

Leiðbeiningaspjald fyrir Kitronik Compact All-In-One Robotics Board tengibretti álíkt því sem notð er hér að ofan.