Ljósakassaverkefni

Hér að neðan er að finna hugmyndir að verkefnum sem vinna má með innihaldi Ljósakassans eða út frá þeim fyrirbærum sem þau tengjast.

Verkefnin skiptast í kannanir, vinnusmiðjur og mælingar. Kannanirnar eru fremur óformlegar og miðast við að nemendur séu að skoða fyrirbærin á opinn hátt (t.d. leiða ljós um vatnsbunu eða skoða litasamblöndu ólíkra lita ljóss). Í vinnusmiðjunum eru nemendur yfirliett að vinna verkefni sem skilar af sér einhverri afurð (t.d. límbands- eða ljósleiðaralistaverk). Mælingarnar eru svo formlegri verkefni í ætt við kannanirnar en snúast um að finna einhverja ákveðna stærð (t.d. þykkt hárs eða brennivídd linsu).